Erlent

Hofer gæti þrýst á þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Austurríkis í ESB

Atli Ísleifsson skrifar
Verður Norbert Hofer kjörinn yrði hann fyrsti öfgahægrimaðurinn til að verða þjóðhöfðingi aðildarríkis ESB.
Verður Norbert Hofer kjörinn yrði hann fyrsti öfgahægrimaðurinn til að verða þjóðhöfðingi aðildarríkis ESB. Vísir/AFP
Forsetaframbjóðandi austurríska Frelsisflokksins, Norbert Hofer, segir að hann muni þrýsta á að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Austurríkis í Evrópusambandinu, verði miðstýring aukin innan sambandsins í kjölfar útgöngu Bretlands úr ESB.

Í samtali við BBC sagði Hofer að Evrópusambandið væri mikilvægt Austurríki, en að hann vildi „betra Evrópusamband“.

Síðari umferð austurrísku forsetakosninganna fara fram þann 4. desember og benda skoðanakannanir til að mjög mjótt sé á munum milli hans og Alexander Van der Bellen. Verður Hofer kjörinn yrði hann fyrsti öfgahægrimaðurinn til að verða þjóðhöfðingi aðildarríkis ESB.

Van Bellen vann síðari umferð kosninganna með litlum mun í maí, en kosningarnar voru dæmdar ógildar þar sem kosningalög um póstatkvæðagreiðslu höfðu verið brotin. Sögðu stuðningsmenn Hofer að farið hefði með kosningaseðla með ólöglegum og óviðeiganidi hætti í 94 af 117 kjördæmum landsins.

Van Bellen er óháður frambjóðandi en var áður leiðtogi Græningja.

Forsetaembættið í Austurríkis er að stórum hluta valdalaust, en samkvæmt lögum hefur forsetinn vald til að leysa upp neðri deild þingsins og boða til kosninga.


Tengdar fréttir

Forsetakjöri frestað vegna límgalla

Forsetakosningarnar, sem halda átti í Austurríki nú í haust, verður frestað af tæknilegum ástæðum fram í lok nóvember eða byrjun desember.

Þurfa að kjósa á ný í Austurríki

Ef Hofer vinnur kosningarnar í haust yrði hann fyrsti þjóðernishyggjumaðurinn til að verða kjörinn forseti í Evrópusambandsríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×