Lífið

Dýfði kexköku í te úr 75 metra hæð

Samúel Karl Ólason skrifar
Hinn 24 ára gamli spennufíkill, Simon Berry, sló heimsmet á dögunum þegar hann dýfði kexköku ofan í tebolla úr 75 metra hæð. Berry setti metið með því að notast við að stökkva í teygju og dýfa kexinu rétt áður en hann skaust aftur upp í loftið.

Berry dýfði súkkulaði Hobnobkexi ofan í tebollann.

„Þetta var frekar erfitt. Teymið mitt hjálpaði mér með því að koma mér á réttan stað, en að fara niður og hitta á bollan var flókið,“ er haft eftir Berry á vef Telegraph.

Teygjustökkið frumlega er eitt af fjölmörgum heimsmetum sem hafa verið staðfest vegna Heimsmetadegi Guinness á sunnudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×