Lífið

Tónleikaferðalag Kanye West búið spil

Anton Egilsson skrifar
Rapparinn Kanye West hefur slaufað Saint Pablo tónleikaferðlagi sínu.
Rapparinn Kanye West hefur slaufað Saint Pablo tónleikaferðlagi sínu. Vísir/Getty
Rapparinn Kanye West hefur nú ákveðið að kallað þetta gott af Saint Pablo tónleikaferðalagi sínu sem ljúka átti í lok desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá talsmanni West en það var E News! sem greindi frá þessum fyrirætlunum rapparans. 

Alls 20 tónleikar voru eftir á tónleikaferðalagi hans og því sitja margir aðdáendur hans eftir með sárt ennið.

Hraunaði yfir Jay Z og Beyonce

Eins og Vísir greindi frá í gær missti West það gjörsamlega á tónleikum í Sacramento á laugardagskvöld  er hann lét þó nokkur vel valin orð falla um hjónin Beyoncé og Jay Z áður en hann rauk af sviðinu.

Ástæða þess að West ákvað að lesa þeim hjónum pistilinn er vegna þess að hann var þeim sár. Hélt hann því fram að Beyoncé hafi hótað MTV að koma ekki fram á tónlistarverðlaunahátíð stöðvarinnar ef hún myndi ekki vinna fyrir besta tónlistarmyndbandið. Fór svo að hún fór með sigur af hólmi fyrir myndband sitt Formation en West þurfti að láta í minni pokann.

Þá var hann ekki par sáttur með að vinur hans Jay Z hafi ekki hringt í hann til baka þegar West reyndi að ná í hann á dögunum.

„Jay Z, hringdu í mig. Þú getur enn gert það. Jay Z ég veit að þú ert með morðingja í kringum þig, ekki senda þá á mig, hringdu bara í mig og talaðu við mig eins og maður,“ sagði West og strunsaði að lokum af sviðinu“

Deginum eftir eða á sunnudagskvöld átti West svo að troða upp á tónleikum í Los Angeles en afboðaði sig á síðustu stundu. Hann ákvað svo í dag eins og áður segir að kalla þetta gott af tónleikaferðalagi sínu og er því eflaust ekki í miklum metum hjá áhangendum sínum þessa dagana.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×