Lífið

Vilhjálmur Bretaprins segir foreldrahlutverkið taka á

Anton Egilsson skrifar
Vilhjálmur og Katrín ásamt börnum þeirra, Georg og Karlottu.
Vilhjálmur og Katrín ásamt börnum þeirra, Georg og Karlottu. Vísir/GETTY
Foreldrahlutverkið getur reynst þrautinni þyngri jafnvel þó að maður sé aðalborinn og lifi við alls nægtir. Þetta hefur Vilhjálmur bretaprins upplifað en hann á tvö börn, þau Georg og Karlottu, ásamt eiginkonu sinni Katrínu. E News! segir frá þessu.

Hinn 34 ára gamli Vilhjálmur opnaði sig um foreldrahlutverkið í einlægu viðtali í spjallþætti í Víetnam á fimmtudag en hann er staddur í opinberri heimsókn þar í landi.  

„Eins og allir foreldrar hér í salnum geta borið vitni um, þá eru bæði yndislegir hápunktar og yndislegir lágpunktar.”

Hann segir foreldrahlutverkið hafa verið mikla breytingu fyrir sig en að hann hafi einstaklega góðan stuðning frá eiginkonu sinni.

„Ég er einstaklega heppinn með þann stuðning sem ég hef frá Katrínu. Hún er mögnuð móðir og frábær eiginkona.”






Fleiri fréttir

Sjá meira


×