Lífið

Guðni Th. gleymdi Alzheimer-buffinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðni aftur með buff.
Guðni aftur með buff.
Klæðaburður Guðna Th. Jóhanessonar, forseta Íslands, þar sem hann var viðstaddur afhjúpun á upplýsingaskilti við gamlar minjar á svonefndum Skansi í landi Bessastaða, vakti mikla athygli í byrjun vikunnar og það aðallega á samfélagsmiðlum. Klæðaburður Guðna hefur yfirleitt vakið athygli í vikunni, og má einnig nefna bindissídd hans. 

Í upphafi vikunnar var forsetinn með buff frá Alzheimer-samtökunum á Íslandi. Í dag fór Guðni í heimsókn í Rauða Kross Íslands og fékk hann þar að sjálfsögðu buff gefins. Guðni Th. stillti sér upp fyrir myndatöku og fer liturinn honum einstaklega vel, þessi fallega rauði.

Buff eru afar vinsæl á meðal krakka en umdeilt er hvort það sé hæfilegur klæðaburður fyrir fullorðið fólk, hvað þá forseta Íslands. Hvað finnst ykkur?


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×