Innlent

Söfnunarþáttur fyrir Stígamót á Stöð 2

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjáskot úr einu myndbandi Stígamóta vegna söfnunarátaksins.
Skjáskot úr einu myndbandi Stígamóta vegna söfnunarátaksins.
Sérstakur söfnunarþáttur fyrir Stígamót verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld.

Þátturinn hefst klukkan 19:10 en með honum nær söfnunarátak Stígamóta, Styttum svartnættið, hámarki sínu. Markmið átaksins er að efla og bæta þjónustu um landa allt við brotaþola sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Myndbönd sem Stígamót létu gera vegna átaksins hafa vakið mikla athygli og má sjá eitt þeirra hér að neðan.

Kynnar í þættinum í kvöld eru þau Sindri Sindrason og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir en boðið verður upp á veglega skemmtidagskrá þar sem landslið íslenskra grínista kemur saman, skemmtir þjóðinni og hvetur hana um leið til að styrkja gott málefni. 


Tengdar fréttir

Höfundurinn flettir hulunni af dularfulla dansverkinu

Tæplega 60 þúsund manns hafa horft á myndband af listrænum gjörningi sem átti sér stað síðastliðinn laugardag fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í Lækjargötu á laugardag.

Fleiri karlar leita til Stígamóta eftir brot

Skoða þarf hvaða úrræði hentar best karlmönnum sem þolað hafa kynferðisofbeldi. Rannsóknir benda til að einn af hverjum sex karlmönnum hafi þolað slíkt ofbeldi. Karlmenn sækja í auknum mæli til Stígamóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×