Lífið

Lenti í hremmingum í hruninu en vann 40 milljónir í Happdrætti Háskóla Íslands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einn heppinn.
Einn heppinn. vísir
Heppinn miðaeigandi í Happdrætti Háskóla Íslands vann 40 milljónir króna í fjórföldum potti sem dreginn var út í síðustu viku. Miðaeigandinn gekk í gegnum hremmingar í bankahruninu en segir að nú sé hægt að kortleggja framtíðina á skemmtilegri hátt en áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Happdrætti Háskóla Íslands.

Happdrætti Háskóla Íslands greiddi í síðustu viku út fjórfaldan pott í Milljónaveltunni, 40 milljónir króna, til heppins miðaeiganda.

Miðaeigandinn átti erfitt með að trúa fréttunum þegar haft var samband við hann símleiðis og það var ekki fyrr en eftir drykklanga stund að hann tók skýringar rekstrarstjóra Happdrættisins trúanlegar og fagnaði þá ógurlega.

Vinningurinn kemur sér svo sannarlega vel því miðaeigandinn gekk í gegnum hremmingar í kjölfar bankahrunsins. Hann segir að vinningurinn muni gjörbreyta lífi sínu til batnaðar. Nú væri hægt að kortleggja framtíðina á allt annan og mun skemmtilegri hátt en áður.

Miðaeigandi átti einfaldan 1.500 króna miða hjá Happdrættinu í áskrift og var búinn að vera með þennan miða í fjöldamörg ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×