Lífið

Humarinn í Sigourney Weaver-súpunni kemur frá Þorlákshöfn

Benedikt Bóas skrifar
Weaver, sem er sennilega þekktust fyrir túlkun sína á Ripley í Alien-myndunum.
Weaver, sem er sennilega þekktust fyrir túlkun sína á Ripley í Alien-myndunum. Mynd/Getty
Við erum kát með þetta,“ segir Kristinn Jóhannsson, eigandi Bryggjunnar í Grindavík, en bandaríska leikkonan Sigourney Weaver sagði í viðtali að humarsúpan á veitingastaðnum væri besti matur sem hún hefði smakkað í ferðalögum sínum um heiminn.

„Á Íslandi fórum við í lítið sjávarþorp rétt fyrir utan Reykjavík sem heitir Grindavík og þar var indælt kaffihús þar sem sjómenn eru fastagestir,“ segir leikkonan meðal annars í viðtalinu. „Þar var boðið upp á humarsúpu sem var hnausþykk og borin fram með nýbökuðu brauði. Þetta bjargaði okkur á sínum tíma því annars hefðum við pottþétt fengið lungnabólgu,“ segir Weaver.

Humarinn í súpuna kemur frá Þorlákshöfn en engin humarvinnsla er í Grindavík eftir að kvótinn var seldur. „Þetta er súpa sem kokkur á fiskiskipi kenndi mér að búa til. Hann á sinn heiður af henni þó við séum búin að betrumbæta hana aðeins. Þegar við vorum að byrja leituðum við til manns sem var tilbúinn að kenna okkur að gera góða humarsúpu því sjálfur er ég ekki veitingamaður en var með húsnæði sem passaði vel í að opna veitingastað,“ segir Kristján.

 

Weaver og James Cameron þegar stórmyndin Avatar var frumsýnd. Mynd/Getty
Mikil vinna fer í hvern disk en súpan er gerð frá grunni og segir Kristján að hvergi sé leiðin stytt. „Þetta er allt búið til hér á staðnum. Hún er svolítið sérstök hvað það varðar. Það var gaman að fá Weaver í heimsókn í sumar og það var enginn að ónáða hana. Það fór vel um hana greinilega,“ segir hann stoltur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×