Lífið

Bökunarbiblían í ofninum

Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar
„Ég er búin að safna rúmlega 1.000 evrum af 4.500 evra takmarki mínu, en á Karolina Fund geta áhugasamir tryggt sér bókina á spottprís, eða tæplega 3.000 krónur,“ segir Lilja Katrín Gunnarsdóttir, en hún ætlar að gefa út bökunarbiblíuna, sem verður stútfull af uppskriftum, sykursætum ráðum og girnilegum fróðleik.

Lilja Katrín heldur úti bökunarblogginu Blaka þar sem hún einbeitir sér að sérstöku þema í hverjum mánuði.

„Bloggreglurnar eru einfaldar, fullt af ást, fullt af sykri og fullt af konfekti fyrir bæði augu og munn,“ segir Lilja full bjartsýni yfir söfnuninni sem stendur yfir næstu tuttugu daga.

„Ég ætla að berjast fyrir þessari kökubók fram í síðustu bollakökusort,“ segir Lilja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×