Lífið

Fyrrverandi forsætisráðherra setur einbýlishús sitt á sölu á 110 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, hefur sett einbýlishús sitt við Háteigsveginn á sölu.

Þorsteinn er einn allra reynslumesti alþingismaðurinn í sögu lýðveldisins og sat hann á þingi frá árunum 1983-1999. Hann var ráðherra frá árunum 1985-1988 og frá 1991-1999.

Þorsteinn gekk til liðs við Viðreisn fyrir síðustu kosningar. Eignin er stórglæsileg en um er að ræða rúmlega 300 fermetra einbýlishús við Háteigsveg 46.

Eignin er töluvert endurnýjuð og er húsið er á tveimur hæðum auk kjallara. Á aðalhæð hússins eru m.a. glæsilegar stofur, eldhús og snyrting. Á efri hæð eru m.a. fjögur herbergi og baðherbergi.

Stórar svalir eru á efri hæð hússins og fallegt útsýni. Í kjallara er tveggja herbergja íbúð. Einstök staðsetning gegnt Háteigskirkju en húsið var teiknað af Ágústi Pálssyni arkitekt.

Hér að neðan má sjá myndir af einbýlinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×