Lífið

Fundu Bruce Springsteen í vegkantinum

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Meðlimir mótorhjólaklúbbsins American Legion hjálpuðu tónlistarmanninum Bruce Springsteen að komast til síns heima eftir að þeir komu að honum bjargarlausum í vegkanti í New Jersey.

Springsteen hafði verið að keyra um á mótorhjóli sínu þegar hjól hans gaf sig. Hann þurfti því að stöðva við vegkantinn til þess að reyna að koma mótorhjólinu í gang en allt kom fyrir ekki.

Að sögn Dans Barkalow, eins meðlims mótorhjólaklúbbsins, sáu þeir mann í brúnum rússkinnsjakka bogra við mótorhjól í vegkantinum og því ákváðu þeir félagarnir að athuga hvað amaði að.

Kom þá upp á daginn að mótorhjólakappinn var Springsteen sjálfur. „Mótorhjólamenn eiga að hjálpa hverjum öðrum,“ sagði Barkalow í viðtali við The Guardian.

Barkalow segir að félagi sinn hafi tekið söngvarann upp á mótorhjól og farið með hann á næsta bar. Félagar mótorhjólaklúbbsins settust þar niður ásamt Springsteen og spjölluðu saman þar til hann var sóttur.



Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Bruce Springsteen flytja nokkra slagara á kosningafundi Hillary Clinton daginn fyrir kosningar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×