Lífið

Gunni Helga átti hugmyndina að „Ég er kominn heim“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason er maðurinn á bak við það að við Íslendingar syngjum nú alltaf öll saman lagið „Ég er kominn heim“ á landsleikjum í fótbolta. Gunni var gestur hjá Loga í kvöld og sagði frá því hvernig það kom til að þetta fallega íslenska lag fór að óma á landsleikjunum.

„Ég fer alltaf á völlinn alla landsleiki og er búinn að gera síðan ég var 10 ára. [...]  Það fór svo í taugarnar á mér þegar Tólfan var orðin svona flott, fullur völlur, geðveik stemning og svo var bara spiluð einhver amerísk hipp hopp-tónlist bara alveg fram að þjóðsöng, ég var að verða brjálaður á þessu og svo alltaf tónlist strax eftir leikinn og brjáluð tónlist í hálfleik, þetta var bara ekki fílingurinn sem 20 þúsund manns voru í,“ sagði Gunni.

Hann tók sig því til og skrifaði skilaboð til KSÍ á Facebook hvort ekki væri hægt að breyta þessu og koma með eitthvað íslenskt. KSÍ tók vel í það og spurði hvaða lag hann legði til. Gunni sagðist hafa stungið upp á „Ég er kominn heim“ enda sé það lag sem allir elska.

Innslagið þar sem Gunni segir frá þessu í Loga má sjá í spilaranum hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×