Lífið

Jón gagn­rýnir Ellen: „Hlut­gerving karla og líkams­skömmin þeirra þykir nefni­lega ekki til­töku­mál“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Trausti er ritstjóri Stundarinnar.
Jón Trausti er ritstjóri Stundarinnar.
„Ímyndum okkur að karlkyns þáttarstjórnandi búi til auglýsingu þar sem þrjár þroskaðar konur í venjulegum holdum séu látnar tákna óholl efni í súpu, þær síðan reknar upp úr súpunni af þáttarstjórnandanum með skömm og aðrar yngri og grennri fengnar inn í staðinn við fögnuð karlanna í salnum.“

Svona hefst Facebook-færsla Jóns Trausta Reynissonar, ritstjóra Stundarinnar, en þar gagnrýnir hann grínatriði sem birtist í spjallþætti Ellenar sem sýndir eru alla virka daga á Stöð 2. Umrætt atriði var í raun lifandi auglýsing fyrir súpufyrirtækið Campbells. Jón útskýrir atriðið nokkuð vel í færslunni sinni.

„Tvær með grímur þannig að ber líkami þeirra sjáist bara. Þær helli síðan vatni yfir þá þriðju að beiðni þáttarstjórnandans og karlarnir í salnum hrópi af gleði þegar vatnið rennur eftir líkama hennar. Hlutgerving karla og líkamsskömmin þeirra þykir nefnilega ekki tiltökumál.“

Hér að neðan má sjá atriðið sem um ræður og einnig færslu Jóns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×