Lífið

Gerði stutta heimildamynd um víkingaklappið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjáskot úr myndinni sem meðal annars var tekið upp við Ægisíðuna vestur í bæ.
Skjáskot úr myndinni sem meðal annars var tekið upp við Ægisíðuna vestur í bæ.
Víkingaklapp okkar Íslendinga sem heillaði heimsbyggðina upp úr skónum þegar það ómaði á knattspyrnuvöllum Frakklands á Evrópumótinu í fótbolta karla í sumar er umfjöllunarefni nýrrar stuttrar heimildamyndar sem leikstjórinn David Schofield gerði hér á landi í haust. Myndin var styrkt af bandaríska bílaumboðinu Chevrolet.

Myndin er meðal annars við Ægisíðu í Vesturbænum og í Reynisfjöru en í henni lýsa nokkrir Íslendingar því hvað víkingaklappið þýðir fyrir þá, sem og það að íslenska karlalandsliðið komst á stórmót í knattspyrnu í fyrsta skipti.

Myndina má sjá hér að neðan en í viðtali við Stöð 2 í október sagði Schofield að honum hefði þótt víkingaklappið algjörlega einstakt þegar hann fylgdist með íslenska landsliðinu á EM í sumar.

Uppfært klukkan 22: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var því haldið fram að myndin væri auglýsing fyrir Chevrolet þar sem vörumerki bílaframleiðandans kemur fram í lok myndarinnar. Það er ekki rétt og hefur þetta nú verið leiðrétt. 

Chevrolet Iceland Chant from David Schofield on Vimeo.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×