Lífið

Edda Björg og Stefán selja stór­glæsi­lega íbúð sína í mið­borginni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Edda Björg og Stefán hafa gert íbúðina upp og lítur hún virkilega vel út.
Edda Björg og Stefán hafa gert íbúðina upp og lítur hún virkilega vel út.
Leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir og tónlistarmaðurinn Stefán Már Magnússon hafa sett íbúð sína við Miðstræti á söluskrá og er kaupverðið tæplega 74 milljónir.

Eignin er um 120 fermetrar að stærð og í húsi sem byggt var árið 1907. Fasteignamat eignarinnar er 41,5 milljónir en íbúðin er staðsett á besta stað í borginni og skemmir ekki útsýnið yfir Reykjavíkurtjörn.

Um er að ræða einstaklega falleg og sjarmerandi sex herbergja íbúð í einu af eldri húsum borgarinnar. Íbúðin er á þriðja hæð og eins og áður segir er glæsilegt útsýni yfir mið- og vesturbæinn. Á hæðinni eru þrjú svefnherbergi, fataherbergi, tvær stofur, eldhús og nýuppgert rúmgott baðherbergi. Risloft er yfir öllu sem gefur mikla möguleika.

Edda Björg var á sínum tíma til umfjöllunar í þættinum Heimsókn á Stöð 2 en þá heimsótti Sindri Sindrason hana og fékk að sjá inn í íbúðina en hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni, sem og myndir innan úr eigninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×