Lífið

Gleymdi næstum því að skafa: Einstæð móðir vann 100.000 á mánuði í 15 ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábært fyrir hana.
Frábært fyrir hana. Vísir/getty
Einstæð móðir í Reykjavík keypti sér Launamiða Happaþrennunnar fyrir mánuði síðan en geymdi hann uppi í skáp. Hún skóf miðann í byrjun mánaðarins og vann 100 þúsund krónur á mánuði í 15 ár, skattfrjálst. Vinningurinn kemur að góðum notum.

Einstæð móðir í Reykjavík keypti sér Launamiða Happaþrennunnar í Hagkaup Spönginni í október. Hún skóf ekki strax af miðanum heldir geymdi hann uppi í skáp þar sem lá í heilan mánuð.

Í byrjun mánaðarins ákvað konan að láta verða af því að skafa miðann og viti menn, henni til mikillar furðu og ánægju birtust þrjár kórónur í einum reitnum. Hún var búin að vinna 100.000 kr. á mánuði næstu 15 árin - skattfrjálst.

Hún trúði varla sínum eigin augum en eins og gefur að skilja mun vinningurinn koma sér afar vel fyrir litlu fjölskylduna sem sér fram á bjartari tíma.

Þetta er seinni risavinningurinn sem leyndist á Launamiða Happaþrennunnar og eru því báðir vinningarnir gengnir út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×