Lífið

Sex hlutir sem innbrotsþjófar leita að áður en þeir láta til skara skríða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessa hluti þarf að hafa á hreinu.
Þessa hluti þarf að hafa á hreinu.
Nú þegar hátíðirnar eru framundan er tilvalið að fara í gegnum ákveðin öryggisatriði til að standa vörð um eignir og húsnæði fólks.

Víðar erlendis þekkist það vel að í kringum jólin aukast innbrot gríðarlega, þó ekki sé hægt að slá því föstu að þróunin sé slík hér á landi.

Innbrotsþjófar fara ekki inn í hvaða hús sem er og oft á tíðum liggur töluverð rannsóknarvinna að baki áður en þeir láta til skara skríða.

Á vefsíðunni Viralthread er búið að taka saman lista sem yfir þá hluti sem innbrotsþjófar taka eftir og vinna út frá áður en þeir taka ákvörðun um að brjótast inn til þín.

1. Að skilja verðmæti þín eftir fyrir allra augum

Ekki skilja verðmætin þín eftir fyrir allra augum. Það er til að mynda ekki sniðugt að vera með glænýja MacBook Air tölvu á stofuborðinu eða bara alla hluti sem auðvelt er að koma í endursölu. Þeir hlutir eiga að vera vel faldir þegar fjölskyldan fer í frí.

2. Uppsafnaður póstur

Innbrotsþjófar taka vel eftir uppsöfnuðum pósti og ef stór bunki er kominn í forstofuna, er líklegra að þeir láti til skara skríða. Til að koma í vef fyrir það, væri sniðugt að fá vini eða vandamenn til að kíkja við heima, og taka póstinn.

3. Ekkert þjófarvarnarkerfi

Öll þessi trix þýða voðalega lítið, ef þú ert ekki með þjófarvörn. Til að vernda heimilið þitt og eignir þínar er í raun nauðsynlegt að fjárfesta í þjófarvarnarkerfi.

4. Vera með aukalykla falda á mjög augljósum stað

Það þekkja það allir að fela aukalykilinn á einhverjum stað rétt við útidyrahurðina. Undir mottunni eða jafnvel undir einhverri styttu. Þetta verður að forðast, og í versta falli velja mjög óaugljósan stað.

5. Algjört myrkur inni í húsinu og í kringum það

Þjófar taka vel eftir smáatriðum eins og lýsingu. Gott er að skilja ávallt eftir kveikt á nokkrum stöðum inni í húsinu, til að fólk haldi jafnvel að það sé einhver inni í því.

6. Monta sig á samfélagsmiðlum

Ef þú ert í fríi í útlöndum, þá er ekkert sérstaklega sniðugt að dæla inn efni úr fríinu á samfélagsmiðla. Maður veit aldrei hver er að fylgjast með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×