Lífið

Gamla gistiskýlið til sölu á 225 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hús á besta stað.
Hús á besta stað.
Þingholtsstræti 25 er komið á söluskrá hjá fasteignasölunni Borg en í mörg ár var gamla gistiskýlið staðsett í húsinu.

Ásett verð er 225 milljónir og er húsið alls 563 fermetrar að stærð og var það byggt árið 1884 en í húsinu eru tólf herbergi og er heimilt að hafa allt að fjórar íbúðir í því.

Á lóðinni stendur veglegt timburhús reist af Sjúkrahúsfélagi Reykjavíkur á árunum 1882-1884 úr timbri á hlöðnum kjallara. Inngangar með stigahúsum eru bæði í suður og norðurhluta hússins. Húsið er klætt með bárujárni og timbri. Um er að ræða kjallara, tvær hæðir og ris.

Fasteignamat eignarinnar er 56 milljónir en brunabótamatið er 73 milljónir. Hér að neðan má sjá myndir af húsinu sem er á besta mögulega stað í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×