Enski boltinn

Óheppnin heldur áfram að elta Gündogan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gündogan fer niðurlútur af velli.
Gündogan fer niðurlútur af velli. vísir/getty
Ilkay Gündogan, leikmaður Manchester City, verður frá keppni næstu mánuðina vegna meiðsla sem varð fyrir gegn Watford í gær.

Gündogan fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. Þýski landsliðsmaðurinn virtist gera sér grein fyrir alvarleika meiðslanna því hann grét er hann yfirgaf völlinn.

Eftir leikinn, sem City vann 2-0, sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri liðsins, að Gündogan hefði skaddað krossband í hné og yrði frá keppni í nokkra mánuði.

Gündogan fer í nánari skoðun í dag en þá kemur betur í ljós hversu lengi hann verður frá.

Gündogan hefur verið afar óheppinn með meiðsli á undanförnum árum og missti m.a. af HM 2014 og EM 2016 vegna meiðsla.

Gündogan var fyrsti leikmaðurinn sem Guardiola keypti til City. Hann hefur skorað fimm mörk í 16 leikjum fyrir félagið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×