Lífið

Sævar Helgi svarar því hvernig maður stundar kynlíf í geimnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Logi Bergmann fékk skemmtilega gesti til sín á Stöð 2 á föstudagskvöldið og var einn af þeim Sævar Helgi Bragason, áhugamaður um stjörnufræði, og sló hann á létta strengi í samtali við Loga. Þar sagði hann frá því þegar einn sex ára drengur á Akureyri spurði hann út í það hvernig fólk stundar kynlíf í geimnum.

„Til þess að stunda kynlíf yfir höfuð þá þurfum við þyngdarkraftinn og ef tvær manneskjur svífa um í loftinu þá þurfa þær þyngdarkraftinn til þess að stunda almennilegt kynlíf,“ segir Sævar Helgi í stórkostlegu atriði í þætti Loga.

„Þannig í geimnum yrði sennilega besta að stunda einhverskonar fjötrakynlíf. Þú þarft svolítið að tjóðra þig við geimskipið, annars svífur þú bara áfram.“ Hér að ofan má sjá útskýringar Sævars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×