Lífið

Heiðruðu minningu eldri bróður Elmars með því að nefna drenginn Atlas Aron

Stefán Árni Pálsson skrifar
Falleg mynd af parinu á sjúkrahúsinu.
Falleg mynd af parinu á sjúkrahúsinu. instagramreikningur - Pattra.
Landsliðsmaðurinn Theódór Elmar Bjarnason og tískubloggarinn Pattra Sriyanonge eignuðust sitt fyrsta barna um helgina þegar Atlas Aron kom í heiminn á spítalanum í Árósum. 

Parið nefndi drenginn í höfuðið á eldri bróður Elmars sem lést fyrir sjö árum síðan, en hann hét Aron. 

Pattra er einn vinsælasti tískubloggari landsins og skrifar hún á síðunni Trendnet. Elmar stóð í ströngu á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fram fór í Frakklandi í sumar. Hann er atvinnumaður í fótbolta og spilar með AGF. Pattra skrifar fallegan texta um fæðinguna og son sinn á Instagram-síðu sinni.

„Atlas Aron litla kraftaverkið okkar nennti ekki að bíða þar til annan í jólum og var sóttur með keisara þar sem hann var ekki að þyngjast nægilega hratt hjá mömmu sinni,“ segir Pattra og bætir við að „greinilega sé margur knár þó að hann sé smár því hann mætti með tilþrifum og hefur ekki þurft neina aðstoð nema mjólk í gegnum sondu og hefur því alfarið fengið að vera hjá foreldrum sínum sem eru yfir sig ástfangin af litla gaurnum.“

Hún segir að vonandi fái foreldrarnir að fara með Atlas heim þegar hann er orðinn vel „bulkaður“.

„Ekki alltof langt í það miðað við dugnaðinn í okkar manni.. Þetta magnaða ævintýri sem lífið er.“

Lífið óskar nýbökuðu foreldrunum innilega til hamingju með þennan fallega dreng. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×