Lífið

Bræðurnir Frikki Dór og Jón Jóns með bestu íslensku gínuáskorunina: Allur salurinn í Austurbæ tók þátt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Meistaralega vel gert.
Meistaralega vel gert.
Fyrir nokkrum vikum var aðal æðið á samfélagsmiðlum gínuáskorunin og hafa frægir einstaklingar á borð við Adele, Hillary Clinton, Destiny's Child og Stephen Curry hoppað á vagninn og tekið þátt í vetur.

The Mannequin Challenge felur í sér að taka upp myndskeið þar sem allir aðilar standa grafkyrrir eins og um gínur sé að ræða. Þykir þetta nýja æði minna á ísfötuáskorunina sem tröllreið internetinu fyrir tveimur árum og ekki er langt síðan að allir voru „að planka“ á Facebook.

Þessu æði var hrint af stað af hópi táninga í Bandaríkjunum í október og á flestum myndböndum mátti heyra lagið Black Beatles eftir dúettinn Rae Sremmurd sem átti þó engan þátt í þessu uppátæki táninganna.

Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór standa fyrir jólatónleikaröð í Austurbæ um þessar mundir og hafa tónleikarnir slegið í gegn. Á dögunum fengu þeir allan salinn til aðstoða sig í gínuáskoruninni og tókst það virkilega vel eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×