Lífið

Slökkviliðsmaður vann hetjudáð er hann bjargaði lífi hunds

Anton Egilsson skrifar
Slökkviliðsmaðurinn veitti hundinum fyrstu hjálp.
Slökkviliðsmaðurinn veitti hundinum fyrstu hjálp. Skjáskot
Slökkviliðsmaður í Rúmeníu vann mikla hetjudáð á dögunum þegar hann bjargaði lífi hunds. Eldur braust út í íbúð í borginni Pitesti og var eigandi hundsins fluttur á sjúkrahús með mikla áverka en hundur hans var skilinn eftir hreyfingarlaus á gangstéttinni fyrir utan.

Hundurinn sem hafði fengið reykeitrun í kjölfar brunans lá einn síns liðs á gangstéttinni þar til að slökkviliðsmaður kom að honum. Tók slökkviliðsmaðurinn til sinna ráða og hóf endurlífgunartilraunir á honum. Veitti hann honum fyrstu hjálp og tókst með því að koma hundinum til að anda á ný.  Var hundurinn síðan fluttur á næsta dýraspítala.

Myndband af hetjudáð slökkviliðsmannsins má sjá hér að neðan.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×