Lífið

Starfsfólk Hvíta hússins hrellti Obama með óhugnanlegum snjókörlum

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Bandaríkjaforseti er hræddur við snjókarla.
Bandaríkjaforseti er hræddur við snjókarla. instagram/petesouza
Starfsfólk Hvíta hússins ákvað að notfæra sér snjókarlahræðslu Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, til þess að hrekkja hann ærlega nú fyrir skemmstu.

Forsaga málsins er sú að Obama lýsti því yfir í viðtali við tímaritið People fyrr í mánuðinum að honum þættu snjókarlar „svolítið óhugnanlegir“ og að þeir minntu hann á Chucky.

Michelle Obama grínaðist í kjölfarið með að koma snjókarli fyrir í svefnherbergi þeirra hjóna og forsetinn brást við með því að fullyrða að hann myndi flytja út á stundinni ef hún myndi voga sér að láta af því verða.

Hið óforskammaða starfsfólk Hvíta hússins ákvað hins vegar að láta slag standa en opinber ljósmyndari hússins, Pete Souza, sagði frá hrekknum á Instagram-síðu sinni.

Hann lýsti því hvernig starfsfólk Hvíta hússins hefði grínast með að færa fjóra gervisnjókarla, sem höfðu verið til sýnis í garðinum, nær skrifstofu forsetans um nokkra metra á dag.

Þar sem snjókarlarnir voru of þungir til þess að lyfta á hverjum degi ákváðu Souza og félagar að stíga skrefið til fulls og færa snjókarlana alla leið að gluggum skrifstofunnar þannig að þeir bókstaflega störðu á forsetann þar sem hann sat við vinnu sína, líkt og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. 

Samkvæmt Souza tók Obama hrekknum ágætlega.

Another snowman from yesterday. Yes he enjoyed the prank. See previous post for the backstory.

A photo posted by Pete Souza (@petesouza) on

Waiting for some snow.

A photo posted by Pete Souza (@petesouza) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×