Lífið

Stöðvaði símaþjóf með óhefðbundnum hætti

Samúel Karl Ólason skrifar
Vörubílstjórinn Huo kallar greinilega ekki allt ömmu sína.
Vörubílstjórinn Huo kallar greinilega ekki allt ömmu sína.
Vörubílstjórinn Huo beitti frekar óhefðbundinni aðferð til að stöðva mann sem hafði rænt af honum símanum í Kína. Maðurinn reyndi að keyra á brott á vespu en Huo hljóp upp stýrið á vespunni og skutlaði sér á þjófinn. Manninum hefur verið lýst sem „Kung-Fu meistara“ eftir að myndband af atvikinu fór í dreifingu á internetinu.

Huo hafði stöðvað bíl sinn til að skila af sér vörum og gekk þjófurinn upp að bílnum hans. Huo hélt í fyrstu að maðurinn væri kominn til að taka á móti vörunum, en hann stökk inn í bílinn hjá Huo og stal síma hans. Því næst gekk hann á brott og reyndi að keyra í burtu á vespu.

Þjófurinn þurfti þó að taka U-beyju og Huo mætti honum hinu megin á götunni.

Í stað þess að koma sér undan vespunni hljóp Huo á móti henni og stökk á þjófinn svo hann datt í götuna.

Samkvæmt Mashable, sem vitnar í héraðsmiðla í Kína, hefur manninum verið lýst sem Bruce Lee endurfæddum og hefur hann einnig verið kallaður Kung Fu meistari. Huo segir að þremur símum hafi verið stolið frá sér á einungis tveimur mánuðum og því er skiljanlegt að hann hafi verið reiður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×