Erlent

Styður ekki útgöngu Austurríkis úr ESB

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Norbert Hofer
Norbert Hofer vísir/epa
Norbert Hofer, forsetaframbjóðandi Frelsisflokksins austurríska, segir að hann vilji ekki að Austurríki yfirgefi Evrópusambandið. Sagt er frá málinu á BBC.

Á dögunum voru forsetakosningarnar í síðasta mánuði dæmdar ólöglegar í Hæstarétti landsins. Annmarkar höfðu verið á talningu utankjörfundaratkvæða í 94, af 117, héruðum landsins.

Í síðari umferð forsetakosninganna, þeirri sem dæmd var ógild, var Alexander van der Bellen, frambjóðandi Græningja, kjörinn forseti en hann hlaut 50,3 prósent atkvæða. Norbert Hofer, frambjóðandi hins þjóðernissinnaða Frelsisflokks, hlaut 49,7 prósent. Aðeins 31.026 atkvæði skildu þá að.

Eftir að Bretar kusu um að áframhaldandi veru í ESB sagði Hofer að Austurríkismenn ættu einnig að halda slíka kosningu. Í viðtali við Die Presse sagði hann hins vegar að hann hefði aldrei sagst vilja yfirgefa sambandið.

„Ég styð ekki útgöngu Austurríkis úr ESB og það hefur farið í taugarnar á mér að fólk hafi gert ráð fyrir því,“ sagði Hofer. Hann bætti því við að hann teldi að útganga væru mistök.

Síðari umferð forsetakosninganna verður endurtekin 2. október næstkomandi.


Tengdar fréttir

Utankjörfundaratkvæði réðu úrslitum

Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja í austurrísku forsetakosningum, hafði nauman sigur gegn Norbert Hofer, frambjóðanda hins þjóðernissinnaða Frelsisflokks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×