Lífið

Selur gekk um úthverfi og fékk sér sæti á bíl

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Selurinn spókaði sig á húddinu á bílnum. Ekki voru allir jafn sáttir við það.
Selurinn spókaði sig á húddinu á bílnum. Ekki voru allir jafn sáttir við það. Vísir/Skjáskot
Risavaxinn selur fekk sér göngutúr um úthverfi í gær á eyjunni Tasmaníu, sem tilheyrir Ástralíu, rúmum 50 kílómetrum frá sjónum. ABC fréttastofan í Ástralíu greindi frá þessu en lögreglan í Tasmaníu greindi fyrst frá því á Facebook síðu sinni.

Lögreglan fékk fyrstu tilkynningu um ferðir selsins eldsnemma morguns þar sem sást til hans á miðri götu. Selurinn sem vegur 200 kíló gerði sér svo ferð á bílastæði þar sem hann fékk sér sæti á tveimur bílum.

„Við vöknuðum og það var risastór selur á húddinu á bílnum okkar“ sagði íbúi í nágrenninu. „Þú vaknar og þú veltir fyrir þér, er þetta raunverulega að gerast, sé ég þetta í alvöru eða er mig enn að dreyma?“

Ljóst er að íbúann var ekki að dreyma og voru viðeigandi ráðstafanir gerðar en selurinn selurinn felldur með deyfipílum en hann verður fluttur til baka í sjóinn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×