Lífið

Hanna Rún: Íslendingar ættu kannski að vera svolítið þakklátir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hanna Rún hefur verið í öllum rússneskum miðlum.
Hanna Rún hefur verið í öllum rússneskum miðlum.
„Það var rosalega óhreint og mér leið frekar eins og ég myndi verða veikari á því að vera þarna heldur en ég var þegar ég kom,“ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir í samtali við fréttastofu 365, en hún vakti mikla athygli fyrir bloggfærslu sína í október. Þar lýsti hún hræðilegum aðbúnaði á rússnesku sjúkrahúsi.

Bloggfærsla dansarans er sögð vera kveikjan að því að rússneska þjóðin sé loks að vakna til vitundar um heilbrigðismál í landinu. Hanna segir að fjölmiðlar um allt Rússland hafi sett sig í samband við hana eftir færsluna. Hún er ánægð með að hafa haft áhrif.

„Klósettin voru rosalega drullug og það var einfaldlega stíflað og töluvert blóð í vaskinum. Ég gat ekki þvegið mér þarna og var rosalega hrædd við að krafla hlutum.“

Henni hafi liðið illa, verið hrædd og því ákveðið að blogga um reynslu sína.

„Við Íslendingar höfum það mjög gott miðið við annarsstaðar og við ættum kannski að vera svolítið þakklátir fyrir það.“

Saga hennar var sögð um allt Rússland og þegar ríkissjónvarpið birti söguna fjarlægði Hanna færsluna út af bloggsíðu sinni enda fékk hún ekki frið fyrir rússneskum miðlum.

„Fréttin fór bara útum allt Rússland og það var fjölmiðlafólk að hringja í mig allstaðar frá í Rússlandi.“

Ekki er langt síðan að Vladimír Pútín, forseti landsins, boðaði 33% niðurskurð í heilbrigðismálum, laun í læknastéttinni eru lág og dæmin sem Newseek tekur í frásögn sinni um heilbrigðismál í landinu eru langt frá því að vera eðlileg.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×