Enski boltinn

Man. City afgreiddi Watford | Öll úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Átta leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og gekk mikið á eins og venjulega.

Man. City afgreiddi Watford en þó ekki með neinum stæl. Watford lét City hafa fyrir hlutunum. City í fjórða sæti sem fyrr.

Tottenham er í fimmta sætinu eftir öruggan sigur á Hull þar sem Daninn Christian Eriksen fór mikinn og skoraði tvö mörk.

Salomon Rondon sá um Gylfa Þór Sigurðsson og félaga hans í Swansea með því að skora þrjú mörk á þrettán mínútna kafla. Ekki amalegt það.

Öll mörkin hans voru með skalla en hann er aðeins annar leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem nær þrennu með skalla. Sá fyrsti var Duncan Ferguson, fyrrum leikmaður Everton, en hann gerði það árið 1997.

Jóhann Berg Guðmundsson gat ekki leikið með Burnley í kvöld vegna meiðsla.





Úrslit kvöldsins:

Middlesbrough-Liverpool  0-3

0-1 Adam Lallana (29.), 0-2 Divock Origi (60.), 0-3 Adam Lallana (68.).

Sunderland-Chelsea  0-1

0-1 Cesc Fabregas (40.).

West Ham-Burnley  1-0

1-0 Mark Noble (45.).

Crystal Palace-Man. Utd  1-2

0-1 Paul Pogba (45.+2), 1-1 James McArthur (66.), 1-2 Zlatan Ibrahimovic (88.).

WBA-Swansea  3-1

1-0 Salomon Rondon (50.), 2-0 Salomon Rondon (61.), 3-0 Salomon Rondon (63.), 3-1 Wayne Routledge (78.).

Man. City-Watford  2-0

1-0 Pablo Zabaleta (33.), 2-0 David Silva (86.)

Stoke City-Southampton  0-0

Rautt spjald: Marko Arnautovic, Stoke (24.).

Tottenham-Hull City  3-0

1-0 Christian Eriksen (14.), 2-0 Christian Eriksen (63.), 3-0 Victor Wanyama (73.).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×