Lífið

Putin veitti Steven Seagal rússneskt vegabréf

Anton Egilsson skrifar
Putin og Seagal við afhendingu vegabréfs til þess síðarnefnda í gær.
Putin og Seagal við afhendingu vegabréfs til þess síðarnefnda í gær. Vísir/AFP
Bandaríska leikaranum Steven Seagal var í gær veitt rússneskt vegabréf og það af engum öðrum en forseta landsins, Vladimir Putin. Sky greinir frá þessu. 

Ég vil óska þér til hamingju og vonast til að þetta sé annað merki, enda þótt lítið sé, um stigvaxandi góð samskipti meðal þjóða okkar“ sagði Putin er hann afhenti Seagal vegabréfið.

Hinn 64 ára gamli Seagal á ættir að rekja til Rússlands og hefur verið opinber stuðningsmaður Putin sem fyrr í mánuðinum veitti honum rússneskan ríkisborgararétt. 

Seagal sem eflaust er þekktastur fyrir leik sinn í myndunum Under Siege og Above the law hefur verið tíður gestur í Rússlandi en á tíunda áratugnum opnaði hann veitingastaðinn Planet Hollywood þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×