Lífið

Konur blóta meira en karlmenn og gáfað fólk blótar mest

Stefán Árni Pálsson skrifar
Konur blóta einfaldlega oftar en karlmenn.
Konur blóta einfaldlega oftar en karlmenn.
Það að blóta mikið er talið vera nokkuð dónalegt og er flestum börnum kennt það frá barnsaldri. Vísindamenn hafa núna rannsakað blótsyrði og það af hverju fólk blótar mismikið.

Rannsóknin var framkvæmd í háskólunum í Lancaster og Cambridge en þar kom mjög skýrt fram að konur blóta meira en karlmenn. Konur t.d. nota f-orðið 546 sinnum á tímabili þar sem þær segja milljón orð. Hjá karlmönnum er talan 540 sinnum, en þessar tölur er frá 2014.

Einnig kemur fram í rannsókninni að á tíunda áratuginum hafi konur blótað fjórum sinnum oftar en karlmenn, en árið 2014 var sú tala komin upp í tíu sinnum oftar. 

Um fjögur hundruð manns tóku upp þrjá klukkustundir af þeirra daglega lífi og sendu inn til rannsakenda.

„Það að konur og karlmenn tali öðruvísi og það sé til einhver sérstök kvenleg hegðun er eitthvað sem á bara heima í fortíðinni,“ segir Tony McEnery, prófessor sem stóð að rannsókninni.

Einnig hefur komið fram í rannsóknum að blótsyrði séu merki um gáfur og á sá sem blótar mikið sérstaklega auðvelt með að læra tungumál. Þetta kemur fram í rannsókn hjá háskóla í Massachusetts.

Sú rannsókn var framkvæmd á þá leið að rannsakandinn bað einstakling um að blóta eins mikið og hann gat á sextíu sekúndum og ekki mátti nota sama orðið oftar ein einu sinni.

Fólk sem náði að blóta mest stóð sig betur í öðrum þáttum rannsóknarinnar og var niðurstaðan sú að þau væru gáfaðri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×