Lífið

Aðdáendum gefst tækifæri á að leika í nýjustu mynd Wes Anderson

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Edwart Norton mun leika hundinn Rex, sem má sjá hér.
Edwart Norton mun leika hundinn Rex, sem má sjá hér. Vísir/Skjáskot
Leikstjórinn Wes Anderson tilkynnti í dag að framleiðsla sé hafin að hans næstu kvikmynd. Myndin mun heita Isle of Dogs og er teiknuð mynd. Myndin mun, eins og nafnið gefur til kynna, fjalla um hunda.

Leikararnir sem fara með hlutverk í myndinni eru ekki af verri endanum en meðal þeirra eru Bryan Cranston, Yoko Ono, Bill Murray, Jeff Goldblum, Scarlett Johannson, F. Murray Abraham, Tilda Swinton, og Edward Norton.

Að auki er Anderson með happdrætti á vefnum Crowdrise. Einn heppinn sigurvegari vinnur ferð fyrir tvo til London þar sem hann fær að hitta Anderson og skyggnast bak við tjöldin við gerð myndarinnar.

Auk þess fær hinn heppni að taka upp rödd eins hundsins í myndinni. Ágóði af happdrættinu mun renna til The Film Foundation sem vinnur að því að styðja við og varðveita kvikmyndagerð.

Tilkynningu Anderson má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×