Lífið

Viðar Örn vinur vina sinna: Flogið til Amsterdam og einkapartý með Aroni Can og Skímó í Reykjavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viðar Örn kann að fara vel með sig og sína.
Viðar Örn kann að fara vel með sig og sína. vísir
Viðar Örn Kjartansson er atvinnumaður í knattspyrnu og leikur með ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv. Selfyssingurinn hefur komið víða við á sínum ferli og meðal annars leikið í Svíþjóð og Kína en nú býr hann í Tel Aviv. Í gegnum árin hefur töluvert verið fjallað um laun Viðars, en þau þykja mjög góð.

Viðar Örn fær sitt jólafrí eins og margir atvinnumenn í íþróttum og virðist hann vera nýta sitt frí til hins ýtrasta. Viðar bauð átta vinum sínum út að borða á Tryggvaskálann á Selfossi um helgina og stóð skemmtunin fram á kvöld.

Eftir það fóru drengirnir upp í rútu og var þeim ekið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þaðan flugu þeir út til Amsterdam þar sem þeir vinirnir skemmtu sér saman um helgina, allt í boði Viðars Arnar.

Samkvæmt heimildum Vísis er Viðar Örn með yfir 100 milljónir króna í árslaun hjá Maccabi Tel Aviv.

Sjá einnig: Viðar Örn dýrastur og næst launahæstur

Hópurinn kom til Íslands á mánudaginn og voru þeir sóttir á rútu og ekið beint á skemmtistað í Grafarvogi og var haldið sérstakt jólahlaðborð vinahópsins.

Á þeirri skemmtun kom Skítamórall, sem er einmitt frá Selfossi, fram og einnig Aron Can. Allt þetta sást vel á samfélagsmiðlinum Snapchat og mátti meðal annars sjá Viðar Örn sjálfan koma fram með Skítamóral og taka lagið.

Samkvæmt heimildum Vísis var öll helgin í boði Viðars og máttu vinirnir varla opna veskið sitt. Viðar er svo sannarlega vinur vina sinna. 

Ekki náðist í Viðar Örn við vinnslu fréttarinnar. 

Hér að neðan má sjá myndir sem birtust á Instagram úr ferðinni. Allt eru þetta vinir Viðars frá Selfossi. Hér stilla vinir Viðars sér upp við sýki í Amsterdam.

Gaman í gær. Gaman í dag

A photo posted by Gunnar Ingi Jónsson (@gunnsi21) on

Hér má sjá tvo vini Viðars úti á lífinu í Amsterdam
Hópurinn á flugvellinum í Amsterdam

Frón áðan eftirpartý í Amsterdam

A photo posted by @raggitrausta on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×