Lífið

Carrey um kæruna: „Mun ekki leyfa þessum manni að komast upp með þetta“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Carrey ásamt fjölskyldu sinni eftir jarðarför White.
Carrey ásamt fjölskyldu sinni eftir jarðarför White. Getty/getty
Hollywood leikarinn Jim Carrey hefur verið kærður fyrir að hafa átt þátt í dauða fyrrverandi kærustu sinnar, Cathriona White, með því að hafa útvegað henni læknadópi. Hún lést á síðasta ári af völdum of stórs skammts.

Fyrrverandi eiginmaður White, Mark Burton, lagði nýlega fram kæruna á hendur Carrey, en hann fullyrðir að Carrey hafi nýtt sér frægð sína til þess að útvega lyfin. Burton segir hann jafnframt hafa reynt að hylma yfir aðild sína að dauða White, en Carrey hefur ekkert viljað tjá sig um þessi mál. Þá er Carrey sagður hafa keypt lyfin undir fölsku nafni; Arthur King.

Sjá einnig: Jim Carrey kærður fyrir aðild að dauða kærustu sinnar

Carrey hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar allfarið þessum ásökunum.

„Þetta er mjög leiðinlegt mál og það væri mjög auðvelt fyrir mig að setjast inn í herbergi með þessum manni og lögmönnum hans og losna við þetta mál og semja við hann en stundum verður maður bara að standa með sjálfum sér og vernda mannorð sitt. Ég mun ekki leyfa þessum manni að komast upp með þetta. Cat átti í vandræðum með fíkniefni áður en ég kynntist henni og ég vona að fólk geti núna bara leyft henni að hvíla í friði,“ segir Carrey í yfirlýsingu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×