Lífið

3500 búnir að sækja um að fá að kaupa nýjustu skó Kanye

Stefán Árni Pálsson og Stefán Þór Hjartarson skrifa
Sindri Snær er eigandi Húrra Reykjavík.
Sindri Snær er eigandi Húrra Reykjavík. vísir/snorri björnsson
„Við erum að halda áfram með útgáfur af Yeezy skóm sem eru samstarfsverkefni Kanye West og Adidas. Þetta er fjórða útgáfan okkar og í þetta sinn eru það þrír litir sem koma út í einu,“ segir Sindri Snær Jensson, eigandi Húrra Reykjavík, en Yeezy-350 skórnir koma út í búðinni á morgun.

„Þeir eru svartir og það er röndin sem er mismunandi á litinn. Þetta er auðvitað ein eftirsóknarverðasta vara í heimi. Við erum komnir með það fyrirkomulag að vera með „online raffle“ einskonar happdrætti á netinu. Það eru núna komnar 3.500 umsóknir – síðast voru það 3.700 umsóknir og við reiknum með að þær fari yfir 4.000 fyrir lok dags. Gallinn við þetta er auðvitað sá að það fá færri skó en vilja.“ Sindri segir að nú í fyrsta skiptið komi kvennastærðir.

„Við erum svakalega stolt af því. Við höfum verið að ýta eftir því lengi og fengum það loksins í gegn núna. Það er alltaf mikil óvissa í kringum þessar útgáfur, sem getur verið erfitt en er það mest spennandi sem nokkurt merki er að gera í augnablikinu.“

Hann segir að mjög margir eiga ekki eftir að vera dregnir út.

„Við fáum líka talsvert af kvörtunum fá fólki sem vill röð en mér finnst fáránlegt að láta fólk bíða hérna fyrir utan og skrópa í skólanum og svona,“ segir Sindri Snær. Skórnir kosta 29.000 krónur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×