Lífið

Barþjónar fögnuðu á glænýjum bar - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg stemning á svæðinu.
Skemmtileg stemning á svæðinu.
Í síðustu viku hófst World Class barþjónakeppnin í annað sinn og eru 37 barþjónar skráðir í keppnina frá bestu kokteilbörum landsins. Barþjónar taka þátt í áskorunum í vetur og fyrsta námskeið stóð yfir í tvo daga þar sem barþjónar fræddust um hvernig kokteilar eru að þróast og lærðu allt um klaka.

Stephanie Jordan er sendiherra Tanqueray gins og kom hingað frá London að ræða um hvernig kokteilar framtíðar gætu verið og hvernig þróun í heimsmálum getur haft áhrif á þróun kokteila. Í Vestrænum löndum er fólk að eldast, aðgangur að hreinu vatni verður bráðum af skornum skammti og fólk eyðir meiri peningum í upplifun en dýra hluti. Hvaða áhrif hafa þessir ytri þættir á kokteilmenninguna?

Seinni daginn fóru þeir í ísskurð og klakafræðslu til Ottós Magnússonar og lærðu allt um hvernig klaki er bestur í kokteila og hvernig skal meðhöndla hann. Hægt er að fá alveg tæran ís sem bráðnar miklu hægar en klaki sem við þekkjum úr venjulegum klakavélum en þegar verið er að nota hágæðahráefni í drykki þá er farið að gera kröfu um að klakinn sé einnig í hæsta gæðaflokki.

Barþjónar fögnuðu keppninni á hinum glænýja Pablo Discobar en barþjónar þar reiddu fram 6 mismunandi hágæðakokteila. Næsta vor kemur í ljós hver er besti barþjónn landsins sem fer til Mexíkó í lokakeppnina. Andri Davíð Pétursson er fyrsti Íslendingurinn sem tók þátt í World Class í Miami en þetta er stærsta og virtasta barþjónakeppnin og lokakeppnin ferðast á milli heimsálfa. Hér neðan má sjá skemmtilegar myndir frá keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×