Innlent

Mörg kynferðisbrot komið á borð neyðarmóttöku í sumar

Ásgeir Erlendsson skrifar
Sex kynferðisbrot komu á borð neyðarmóttöku Landspítala um og eftir helgina en þetta er önnur helgin í sumar sem svo mörg mál koma upp. Að auki komu 11 mál á borð móttökunnar, fyrstu tvær vikurnar í júlí. Það kemur verkefnastjóra neyðarmóttöku á óvart að mál helgarinnar hafi verið svona mörg í ljósi þeirrar umræðu sem skapaðist í síðustu viku.

Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri, neyðarmóttöku segir að þónokkur erill hafi verið á Landspítala um helgina vegna slíkra mála en alls komu sex kynferðisbrot á borð neyðarmóttöku um og eftir helgina.

Eitt af málunum sex kom upp í Vestmannaeyjum en hin fimm á höfuðborgarsvæðinu.

Fjöldi mála kemur á óvart

Hrönn segir það koma i á óvart hversu mörg mál komu upp um helgina í ljósi þeirrar umræðu sem skapaðist í aðdraganda helgarinnar.

„Maður hefði kannski vonast til að það yrðu færri mál. Já það kemur dálítið á óvart.“

Hrönn segir mörg mál hafa komið á borð neyðarmóttökunnar í sumar.

„Jú, það hefur verið mikið af brotaþolum sem hafa leitað til okkar. Maður vonar að það sé ekki aukning á brotum heldur að brotaþolar viti hvert þeir eigi að leita og viti að neyðarmóttakan er opin fyrir þá. Það hefur verið ein vika í júní sem voru sex mál og svo voru 11 mál fyrstu tvær vikurnar í júlí."

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×