Lífið

Bjuggu til stærsta Big Mac sögunnar: 45 kg. og 192.000 kaloríur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessi er rosalegur.
Þessi er rosalegur.
Bic Mac hamborgarinn er sennilega sá allra vinsælasti í heiminum og hefur verið það síðan 1967 þegar Michael „Jim“ Delligatti fékk hugmyndina og hamborgara með tvöfaldan skammt af öllu – buffi, káli, osti, gúrku, lauk og bleiku sósunni.

Delligatti lést undir lok síðasta mánaðar. Á YouTube-síðunni Epic Meal Time má sjá magnað myndband þar sem nokkrir aðilar bjuggu til einn risavaxinn Big Mac, sem vanalega má finna til sölu hjá skyndibitakeðjunni McDonald's.

Að lokum var hamborgarinn 45 kíló að þyngd, risastór og 192.000 kaloríur en hér að neðan má sjá myndband af gerð hamborgarans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×