Innlent

Vopnað rán í Pétursbúð

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Vopnað rán var framið í hverfisversluninni Pétursbúð um sexleytið í dag. Þetta segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi.

Lögreglan segir einn mann hafa framið ránið en að vitni segi tvo menn hafa hlaupið á brott. Mögulegt sé að annar hafi staðið vörð fyrir utan verslunina. Maðurinn komst undan með peninga og sígarettur.

Starfsmaður verslunarinnar átti erfitt með að lýsa vopni ræningjans en talið er að hann hafi ekki verið með eggvopn heldur hafi um einhvers konar barefli verið að ræða.

Ekki er vitað hversu há upphæðin var sem maðurinn komst undan með.

Verið er að vinna úr myndefni frá öryggismyndavél verslunarinnar. Lögreglan segir að afgreiðslustúlkan hafi brugðist hárrétt við erfiðum aðstæðum.



Lögreglumenn að störfum.Vísir/aðsend mynd
Viðbúnaður lögreglu er mikill í annars friðsælli götu.Vísir/Jói K



Fleiri fréttir

Sjá meira


×