Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við skipstjóra franska skemmtiferðaskipsins sem hleypti tæplega tvö hundruð ótollskoðuðum farþegum í land á friðlandinu á Hornströndum í gær. Hann vísaði fréttamönnum Stöðvar 2 frá borði þegar hann var inntur skýringa.

Umhverfisráðherra segir nauðsynlegt að skoða málið með lögreglu- og tollyfirvöldum.

Við birtum reikninga konu sem greindist með krabbamein í febrúar og hefur síðan þá þurft að greiða um 1,4 milljónir króna. Hún segir skort á leiðsögn fyrir mikið veikt fólk.

Einnig birtum við viðtal við Jónínu Leósdóttur rithöfund og eiginkonu Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi forsætisráðherra um fimmtán ár í felum og þakklæti þeirra til brautryðjenda í baráttunni fyrir réttindum samkynhneigðra.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×