Innlent

Eldur í raðhúsi á Akureyri

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Húsráðendur réðu sjálfir niðurlögum eldsins og forðuðu sér út.
Húsráðendur réðu sjálfir niðurlögum eldsins og forðuðu sér út. Vísir/vilhelm
Slökkvilið Akureyrar var kallað út að íbúð í raðhúsi um klukkan hálf þrjú í dag vegna elds í potti. Hafði potturinn gleymst á hellu í eldhúsi hússins. Íbúðin var reykræst og einn var fluttur á bráðamóttöku vegna gruns um reykeitrun. Húsráðendur réðu sjálfir niðurlögum eldsins og forðuðu sér út. Var því búið að slökkva í pottinum þegar slökkviliði bar að garði.

Ekki stafaði hætta af eldinum fyrir aðra íbúa raðhússins. Slökkviliðið lauk starfi á vettvangi um þrjú leytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×