Erlent

Ivanka Trump gefur út sjálfshjálparbók handa konum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ivanka Trump, er dóttir Donald Trump en líka opinber starfsmaður og því hafa vaknað upp spurningar um bókaútgáfuna.
Ivanka Trump, er dóttir Donald Trump en líka opinber starfsmaður og því hafa vaknað upp spurningar um bókaútgáfuna. Vísir/Getty
Ivanka Trump, dóttir og sérlegur ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, gaf í dag út sjálfshjálparbók handa vinnandi konum. Bókin hefur verið harðlega gagnrýnd og hafa vaknað uppi spurningar um aðstöðu Trump. AFP greinir frá. 

Bókin, sem ber heitið „Women Who Work: Rewriting the Rules for Success,“ er ætlað að vera konum á vinnumarkaðnum innblástur og uppspretta ráða um hvernig skal koma sér á framfæri innan fyrirtækja. Markmiðið sé að gera kerfið betra fyrir konur.

Við útgáfu bókarinnar vakna enn og aftur upp spurningar um þá aðstöðu sem Trump er í og hvort hún sé að nýta sér opinbera stöðu sína í Hvíta húsinu, til þess að þéna tekjur. Hún segir að hún hafi unnið bókina áður en faðir hennar varð forseti og hún tók við opinberri stöðu sem ráðgjafi hans.

Bókin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að endurspegla á engan hátt raunverulegar aðstæður kvenna á vinnumarkaðnum, þar sem Trump gefi ráð, sem meirihluti kvenna geti á engan hátt nýtt sér.

Þannig segir Trump til að mynda frá því hvernig hún eyði tíma sínum um helgar, á heimili þeirra í New Jersey og þá gefur hún ráðleggingar um það hvaða heilsulindir eru bestar fyrir börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×