Erlent

Rændi hundruðum þúsunda frá blindum manni sem hún átti að aðstoða

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Konan hafði verið ráðin sem aðstoðarmaður mannsins í hlutastarfi.
Konan hafði verið ráðin sem aðstoðarmaður mannsins í hlutastarfi. Vísir/Getty
Kona í Massachusetts fylki, í Bandaríkjunum, hefur verið handtekin fyrir að ræna rúmlega 200 þúsund dollurum frá 83 ára gömlum blindum manni, sem hún var ráðin til þess að aðstoða.

Um er að ræða 61 árs gamla konu, en hún var aðstoðarmaður mannsins í hlutastarfi en meðal annars var hlutverk hennar að aðstoða manninn við að skrifa út ávísanir.

Manninn fór að gruna að maðkur væri í mysunni, svo hann bað annan aðila um að líta á reikningsyfirlitið sitt og uppgötvaði hann þá að konan hafði skrifað út ávísun í hans nafni, fyrir sig, að andvirði 195 þúsund dollara.

Þegar lögreglan hafði hendur í hári konunnar, sagði hún að um gjöf hefði verið að ræða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×