Erlent

Játar að hafa brotið á réttindum Walter Scott

Samúel Karl Ólason skrifar
MIchael Slager.
MIchael Slager. Vísir/GEtty
Fyrrverandi lögregluþjónninn Michael Slager mun játa að hafa brotið á mannréttindum Walter Scott, skömmu áður en hann skaut hann til bana árið 2015. Slager var einnig ákærður fyrir morð, en kviðdómurinn sem skipaður var í því máli komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu.

Til stóð að ákæra hann aftur á þessu ári, samkvæmt AP fréttaveitunni, en morðákæran verður felld niður vegna samkomulags verjenda Slager við saksóknara.

Málið vakti mikla reiði í Bandaríkjunum í kjölfar myndbandsbirtingar þar sem sést að Slager skaut Scott er hann hljóp í burtu frá lögreglumanninum. Hann hafi því ekki ógnað Slager með neinum hætti þegar hann var myrtur.

Slager stöðvaði Scott í umferðinni vegna brotins afturljóss. Scott hljóp á brott, en Slager náði honum skömmu seinna. Þá segir lögregluþjónninn að Scott hafi reynt að ná rafbyssu sinni og því hafi hann skotið hann.

Myndband af atvikinu sýnir hins vegar að Scott var á hlaupum frá Slager en hann fékk fimm af átta skotum sem Slager hleypti af í bakið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×