Erlent

Forsætisráðherra Tékklands segir af sér

Atli Ísleifsson skrifar
Forsætisráðherrann Bohuslav Sobotka og fjármálaráðherrann Andrei Babis.
Forsætisráðherrann Bohuslav Sobotka og fjármálaráðherrann Andrei Babis. Vísir/AFP
Bohuslav Sobotka, forsætisráðherra Tékklands, mun biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt síðar í vikunni.

Ástæður afsagnarinnar má rekja til deilna Sobotka og fjármálaráðherrans Andrei Babis frá popúlistaflokknum ANO 2011 sem hefur átt í ríkisstjórnarsamstarfi með Jafnaðarmannaflokki Sobotka. Hefur Sobotka sakað Babis um skattsvik.

„Það er óásættanlegt að Andrei Babis starfi áfram sem fjármálaráðhera,“ segir Sobotka.

Tékkar munu kjósa sér nýtt þing eftir hálft ár.

Sobotka greindi frá því á fréttamannafundi í Prag fyrr í dag að hann hyggst ganga á fund forsetans Milos Zeman síðar í vikunni og biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×