Erlent

Harrison Ford sleppur með háskaflugið

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ford lenti vél sinni fyrir á akbraut í stað eiginlegrar flugbrautar.
Ford lenti vél sinni fyrir á akbraut í stað eiginlegrar flugbrautar.
Leikarinn Harrison Ford mun ekki þurfa að sæta neinni refsingu fyrir háskalega lendingu sína í Kaliforníu í febrúar síðastliðinum. Hann mun halda flugleyfi sínu og mun atvikið ekki hafa neinar frekari afleiðingar. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Ford er sagður hafa flogið allt of nærri farþegarþotu með 116 manns innanborðs. Hann var á flugi á eins hreyfla Husky flugvél sinni yfir Kaliforníu og lenti óvart á akbraut en ekki flugbraut.

Ford, sem er 74 ára gamall, mun hafa sagt: „Á þessi farþegaflugvél að vera undir mér?“ við flugumferðarstjóra flugvallarins.

Það að lenda á akbraut, brautum sem flugvélar aka eftir til að komast á flugbrautir, er brot á flugumferðarreglum Bandaríkjanna.

Harrison Ford safnar flugvélum og er reynslumikill flugmaður. Árið 2000 flaug hann göngumanni sem þjáðist af vökvaskorti á sjúkrahús og árið 2001 fann hann 13 ára skáta sem var týndur í Yellowstone þjóðgarðinum.


Tengdar fréttir

Myndband birt af háskalendingu Harrison Ford

Harrison Ford lenti Husky-flugvél sinni á flugvelli í Kaliforníu í síðustu viku þar sem hann flaug allt of nærri farþegavél American Airlines með 116 manns innanborðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×