Lífið

Hafþór Júlíus lamaður í andliti

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson  fer með hlutverk hins ógnarsterka Gregor Clegane í Game of Thrones.
Hafþór Júlíus Björnsson fer með hlutverk hins ógnarsterka Gregor Clegane í Game of Thrones.
„Á þriðjudagsmorgun vaknaði ég og hægri hliðin á andlitinu mínu var frekar dofin,“ skrifar Hafþór Júlíus Björnsson á Facebook síðu sinni.

Hann segir dofann hafa stigmagnast yfir daginn þar til annar helmingur andlits hans var alveg lamaður. Vinir hans þrýstu á Hafþór að leita á bráðamóttöku, enda er lömun á hægri helming líkamans eitt einkenni heilablóðfalls.

Allt fór þó betur en á horfðist og eftir rannsóknir komust læknar að þeirri niðurstöðu að Hafþór væri með Bells lömun, sem veldur lömun í andliti.

Ástandið getur varað allt frá einni viku upp í nokkra mánuði og bað Fjallið aðdáendur að sýna því skilning að hann brosi ekki ef þeir biðja um mynd á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×