Innlent

Lærbrotnaði á veitingastað

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Veitingastaðurinn er staðsettur á Akureyri.
Veitingastaðurinn er staðsettur á Akureyri. vísir/pjetur
Kona, sem lærbrotnaði á leið inn á veitingastað á Akureyri, á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu veitingahússins. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar vátryggingamála.

Konan var á leið inn á veitingastaðinn í strekkingsvindi. Hún hafði haldið við hurð við inngang staðarins fyrir dóttur sína og síðan ætlað sjálf inn. Á þeim tímapunkti kom sterk vindhviða sem feykti hurðinni upp og konunni um koll. Lærbrotnaði hún við fallið og hlaut áverka á höfði. Á hurðinni var pumpa en hún var ótengd.

Nefndin taldi að umræddri pumpu hefði verið komið fyrir til að dyrnar myndu lokast á eftir þeim sem fór í gegnum þær. Ekkert kvæði á um það að slíkar pumpur þyrftu að vera á hurðum eða hvernig gengið skyldi frá þeim. Aðbúnaður húseignarinnar þótti í lagi og því ekki ástæða til að láta tryggingafélag veitingastaðarins bera ábyrgð á tjóni konunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×