Innlent

Fær ekki bætur eftir brot í líkamsrækt

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr líkamsræktarsal.
Úr líkamsræktarsal. Vísir/Valli
Kona sem lærleggshálsbrotnaði á gervigrasteppi líkamsræktarstöðvar í Reykjanesbæ á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu stöðvarinnar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar vátryggingamála.

Þegar slysið átti sér stað var konan að æfa hliðarhlaup. Hún hrasaði og taldi að það væri gervigrasteppi stöðvarinnar að kenna. Í yfirlýsingu æfingafélaga hennar kom fram að teppið hefði ekki verið kirfilega fest niður og í raun verið hættulegt þeim sem þar æfðu. Taldi konan að gólfið hefði verið vanbúið og því ætti hún rétt á bótum.

Í niðurstöðu nefndarinnar segir að engin matsgerð eða hlutlaus úttekt á ástandi gervigrassins liggi fyrir. Þótti ekki sannað að ástand teppisins hefði verið með þeim hætti og þar með ekki sannað að meiðsl konunnar mætti rekja til þess. Því þarf hún að bera tjón sitt sjálf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×