Erlent

Grænmeti skammtað í verslunarkeðjum Bretlands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Iceberg-kál er meðal þess sem erfitt getur reynst að fá í verslunum Bretlands.
Iceberg-kál er meðal þess sem erfitt getur reynst að fá í verslunum Bretlands. Vísir/AFP
Sumar af stærstu verslunarkeðjum Bretlands hafa þurft að takmarka magn iceberg-kálhausa og brokkólís sem viðskiptavinir þess geta keypt. Uppskerubresti í Suður-Evrópu er kennt um. BBC greinir frá.

Verslunarkeðjurnar Tesco, Morrisons og Asda hafa öll sett takmarkanir á það hversu mikið magn viðskiptavinir geta keypt. Til að mynda má aðeins kaupa tvö iceberg-kálhausa í einu í Morrisons.

Veður á Spáni hefur verið grænmætisbændum óhagstætt sem orðið hefur til þess að skortur hefur verið á grænmeti. Mikil flóð í desember á síðasta ári settu strik í reikninginn auk þess sem að mikill kuldi í janúar hjálpaði ekki til.

Um 80 prósent af því ferska grænmeta sem fer á markað í Evrópusambandi er ræktað á Suður-Spáni en framleiðsla þar hefur minnkað til muna vegna veðursins. Búist er að nokkrar vikur eða mánuði taki að vinna upp skortinn en í millitíðinni hafa verslanir í Bretlandi gripið til þess ráðs að panta grænmeti frá Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×